Frægasti koss sögunnar? – Arabar og gyðingar neita að vera óvinir! – Myndir

Meðan Ísraelsþjóð og Palestíníumenn berjast á banaspjótum, Gazasvæðið bókstaflega logar af átökum og útlit er fyrir þjóðarmorð  fari sem á horfir er eitt það stríð sem ísraelskir gyðingar í blóðugum baráttuhug hafa þegar tapað; samúð alþjóðasamfélagsins, auknum stuðning með málstað Palestínumanna og viðhorf þau sem endurspegla röddu hins almenna borgara á samfélagsmiðlum.

Þó ætlunin hér sé ekki að rekja deiluna sjálfa, sem hefur tekið á sig skelfilega mynd og er þyngri en tárum tekur að nefna, er athyglisverðast alls að sjá hversu mikla andúð gyðingar og arabar víða um heim virðast sjálfir hafa á úlfúð þjóðanna tveggja. Þannig hefur nú samfélagsmiðlaherferðin #arabsandjewsrefusetobeenemies vakið óskipta athygli og sér í lagi sú mynd sem hér má sjá:

 

article-2702674-1FE3E55E00000578-419_634x631

 

Það voru þau Sulome Anderson, sem er hálf líbönsk og starfar sem blaðamaður og unnusti hennar, sem er gyðingur sem völdu að deila táknrænum kossi, sjálfu innsigli ástarinnar, á Facebook – en deilingin sem gerði þau fræg fyllti þau seinna meir ákveðinni skelfingu við alla athyglina sem hugdetta þeirra hlaut vegna grimmdarinnar í stigharðnandi deilum þjóðanna tveggja – en á spjaldinu sem þau halda á og bera á milli sín stendur einfaldlega:

 

Gyðingar og arabar neita að vera óvinir. 

Sjálfri myndinni hefur verið deilt yfir 2000 sinnum á Twitter, en fréttamiðlar víðsvegar um heim hafa tekið málið upp á sína arma og fjallað um hugrakka parið sem stóð upp á móti ísraelsku ríkisstjórninni og setti fótinn í gólfið með einföldum kossi sem smellt var á mynd. 

Myndbirtingin þykir einnig táknræn fyrir þá parta að hjónabönd einstaklinga af ólíkum trúarbrögðum mæta oft illvígum fordómum í alþjóðasamfélaginu – sér í lagi ef trúarlegar skoðanir beggja aðila þykja skarast á – út frá almennum sjónarmiðum. Fleiri hafa hins vegar fetað í fótspor Sulome og unnusta hennar í kjölfar upprunalegu myndbirtingarinnar eins og sjá má hér að neðan.

 

 

Annað par af ólíkum trúarbrögðum deildi þessari mynd í kjölfarið: 

article-2702674-1FE3E57E00000578-218_634x632

 

„Við erum fjölskylda – það finnast fleiri úrræði” stendur á spjaldinu.  

article-2702674-1FE3E57800000578-433_634x478

 

Þessi ljósmynd birtist á Twitter með yfirskriftinni: 

#jewsandarabsrefusetobeenemies

article-2702674-1FE68BFA00000578-588_634x626

Samkynhneigt par frá Brooklyn, Bandaríkjunum lýsir yfir friði: 

„Við deilum lífinu í friði – það er LÍKA lausn”

article-2702674-1FE68D4700000578-472_634x631

Áhugasamir um samfélagsmiðlaherferðina:

#arabsandjewsrefusetobeenemies

Smellið HÉR

SHARE