Er hægt að drepast úr kaffidrykkju?

Krakkar, það er til lausn. Sú lausn virðist fólgin í kaffidrykkju (nema þú drekkir 70 bolla á dag og helst alla í einu, en það er víst banvænt).

Í alvöru, það er illa eða bara alls ekki hægt að deyja úr kaffidrykkju. Til þess að deyja úr kaffidrykkju þyrfti kona sem er 70 kg að þyngd að þamba 14.000 mg af espresso (eða ágæta 70 bolla af kaffi) – samtímis – til að finna til slíkra eitrunaráhrifa að líkaminn gæfi sig að lokum. Þó ekki fyrr en ofsjónir og ótrúlegar aukaverkanir væru farnar að gera vart við sig.

Hófleg kaffidrykkja er þó í góðu lagi, jafnvel þó sex bolla markinu sé náð á ágætum vinnudegi. Kaffi er víst vægt eiturlyf og fellur undir hugbreytandi efni, örvar heilann og eykur adrenalín framleiðsluna, en í þessu líflega myndbandi (og einkar fræðandi) fara kaffinördar stórum um þau raunverulegu áhrif sem kaffidrykkja hefur á líkamann.

Skál í botn og kaffisopinn lengi lifi!

SHARE