Er hann að halda framhjá? – Nokkur atriði

1. Útlitslegar breytingar
Við vitum það öll að þegar við höfum verið í sambandi í langan tíma finnum við til meira öryggis í kringum hvort annað. Oft vill það þá fara svo að við erum ekkert endilega að hafa okkur ALLTAF extra mikið til og kannski kaupum okkur ekki ný kynþokkafull undirföt í hverjum mánuði. Ef makinn þinn er allt í einu byrjaður að breyta virkilega mikið út frá vananum, hvort sem það er að eyða miklum pening í kynþokkafull undirföt, nýja kjóla eða byrja allt í einu í ræktinni eftir margra ára pásu eða endurnýja fataskápinn, gæti verið að það sé ekki gert fyrir þig. Þetta getur þó líka bara verið merki um jákvæða breytingu.

2. Hann er stanslaust á internetinu
Ókey, við erum öll háð internetinu, Facebook, twitter og candy crush. En ef makinn þinn fer alveg yfir strikið og er allt í einu farinn að hanga í tölvunni og símanum sínum öll kvöld og langt fram á nætur gætir þú þurft að hafa áhyggjur. Framhjáhald byrjar oft á netinu og ef makinn þinn passar sig alltaf að þú fáir ekki að sjá hvað er að gerast á skjánum gæti verið að eitthvað sé í gangi. Ef þú kíkir í tölvuna hans og allt í einu hefur hann breytt um password gæti hann verið að gera eitthvað sem gæti stofnað sambandinu í hættu..

3. Breytingar í kynlífinu
Þetta getur virkað í báðar áttir, annaðhvort hættir makinn alveg að hafa áhuga á kynlífi með þér, eða hann vill mun meira kynlíf en venjulega. Ef þið eruð vön að stunda reglulegt kynlíf, gæti minni áhugi á kynlífi verið merki um framhjáhald. Þá gæti verið að einhver annar sé að sinna þörfum hans eða að hann sé með of mikið samviskubit og skammist sín of mikið til að upplifa jafn mikla nánd og kynlíf er með makanum, þeim sem hann er að svíkja. Ef þið eruð vön að stunda lítið kynlíf getur hann verið að reyna að koma í veg fyrir að þig gruni hann um eitthvað með því að byrja allt í einu að sýna þér mikinn kynferðislegan áhuga. Ef makinn þinn, sem síðustu 10 ár hefur alltaf viljað trúboðann eða doggy, tekur skyndilega upp allt aðra tækni í rúminu og vill allt í einu byrja að nota smokka.. getur eitthvað verið í gangi.

4. Hann er gagnrýninn (meira en venjulega)
Verður hann reiður við þig út af öllu undanfarið? er hann duglegur að gagnrýna þig og reyna að búa til rifrildi út af minnstu hlutum? gagnrýnir hann útlit þitt? þetta er algengt hjá mönnum sem halda framhjá og þetta gera þeir oft til að réttlæta framhjáhaldið fyrir sjálfum sér. Ef hann telur sér trú um að þú sért bara óaðlaðandi og nöldrandi finnur hann til minni sektarkenndar yfir því sem hann er að gera. Að skapa rifrildi getur líka gefið honum ástæðu til að rjúka út og hitta viðhaldið.

Þetta eru bara nokkur atriði, og þó þessi atriði geti oft verið merki um framhjáhald er það ekki algilt. Áður en þú ferð að saka maka þinn um framhjáhald er gott að vera eins viss og maður getur. Það er líka nauðsynlegt að taka inn í dæmið aðrar ástæður sem gætu hugsanlega verið fyrir þessari hegðun. Stress í vinnunni, fjölskylduvandamál eða jafnvel læknisfræðilegt ástand. Það er því mikilvægt að fara varlega í svona málum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here