“Er hann kominn inn?” 10 hlutir sem við ættum aldrei að segja við kærastann!

1. “Ég þoli ekki mömmu þína..”
Þó svo að kærastinn eða deitið þitt kvarti undan mömmu sinni af og til þýðir það ekki að þú eigir að gera það, þessar elskur elska allir mömmu sína og vilja ekki heyra frá sinni heittelskuðu að mamma sín sé óþolandi. Þó svo að þér finnist það er betra að reyna bara að sýna kurteisi og pústa frekar við trúnaðarvin/vinkonu.

2. “Þegar við giftum okkur & eignumst börn”
Þetta er kannski ekki eitthvað sem maður segir við deitið sitt eða strákinn sem þú ert nýbyrjuð að hitta. Á endanum vilja flestir gifta sig & eignast börn en ef kærastan er byrjuð að tala um giftingu og barneignir á fyrstu vikum sambandsins er líklegt að kærastinn verði hræddur. Þetta er eitthvað sem mun á endanum alltaf koma upp þegar rétti tíminn kemur.

3. “Finnst þér þessi pía heit?”
Þarna erum við bara að búa til gildru fyrir kærastann & við vitum það alveg sjálfar. Ef hann segir já verður kærastan sár, ef hann segir svo aftur NEI, þá fer hún að spá í afhverju honum finnist þessi stelpa ekki heit & hvort hann hafi bara yfir höfuð slæman smekk á konum & hvað er kærastan þá? Þetta er bara algjör tap staða.

4. “Er hann kominn inn?”
Þó þetta sé ótrúlega fyndið þá… neiii

5. “Vinir þínir eru frekar pirrandi finnst þér ekki?”
Það síðasta sem við viljum gera er að baktala vini hans. Hvernig myndi þér líða ef hann myndi tala illa um þína bestu vinkonu? þig myndi langa til að slengja honum utan í vegg right?
Þó svo að þér finnist vinir hans kannski barnalegir, hundleiðinlegir eða bara algjörir fávitar þá er líklega best að halda því bara fyrir sig & reyna frekar að vera bara kurteis við þá. Vinir hans eru bara vinir hans & það er ekkert að fara að breytast. Sambandið ykkar er allt öðruvísi en samband hans við vini sína, en það er mikilvægt að allir hafi hvoru tveggja.

6. “Vinur þinn er í ótrúlega góðu formi..”
Þetta er alveg jafn særandi og ef að hann segði þetta við okkur. Sama hversu öruggir þeir sýnast vera er þetta bara svipað og hann myndi segja okkur hvað vinkona okkar væri ótrúlega sæt. Not good.

7. “þinn er ágætur en hef nú alveg séð stærri..” 
Þetta er auðvitað bara basic. Karlmenn vilja halda að enginn sem við höfum verið með jafnist á við þá..

8. “Þú ert með miklu minni en allir vinir þínir”

9. Að mismæla sig & segja vitlaust nafn, nafn fyrrverandi t.d.

10. “aww fyrrverandi gerði þetta alltaf líka”

Að líkja honum við fyrrverandi er aldrei málið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here