Er hárið þitt úfið og reytt? – 7 góð ráð til að mýkja hárið

Á veturnar verður hárið okkar erfitt viðureignar og því er mikilvægt að fara vel með hárið og gefa sér smá tíma til þess. Hér eru nokkur góð ráð til þess:

  1. Þerra hárið vel áður en næringin er sett í því vatnið vill hrinda næringunni frá sér.
  2. Það er í góðu lagi að sofa með væga djúpnæringu sem inniheldur ekki of mikið af próteinum.
  3. Gott er að setja næringu í hárið áður en farið er í ljós.
  4. Einnig skiptir miklu máli að setja næringu í hárið áður en farið er í sund.
  5. Mikilvægt er að þvo sér fyrst uppúr sjampói áður en næringin er sett í til að opna hárið.
  6. Gott er að nota grófa greiðu til að greiða í gegnum hárið, með næringunni í, til að næringin fari betur inní hárið.
  7. Forðist búðarsjampó vegna þess að þau innihalda of hátt sýrustig og veldur því að hárið tekur síður við litnum, einnig myndar það himnu yfir hárið og útkoman verður ekki fullkomin eftir litun
Við á Hairdoo mælum með professional vörum sem fást á stofum hjá fagaðilum sem geta ráðlagt viðskiptavinum með notkun.
Einnig er hægt að fá góða djúpnærimeðferð hjá okkur sem er gert með laser sem þvingar næringuna inn í innsta lag hársins og með því fylgir gott höfuðnudd.

Fyrir og eftir mýkingarmeðferðina á HairDoo
Fyrir og eftir mýkingarmeðferðina á HairDoo
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here