Er kærastinn þinn minni en þú?

Það er nú bara þannig, að stundum eru kærastarnir lægri í loftinu en hávaxna og tignarlega kærastan. Sumum finnst það skrítin sjón af því að það fellur ekki í venjulega mótið, en satt best að segja skiptir lengdin á líkamanum engu máli þegar allt kemur til alls.

Sjá einnig: 8 útlitstengdir hlutir sem eiginmaðurinn eða kærastinn tekur ekki eftir!

En það er vissulega innstimplað í margar konur að ef þær eru hærri en herrann, líður þeim eins og tröllskessum og er það algjörlega burtséð frá því hversu glæsilegar þær eru.  Aðrar leggja hælana á hilluna og kjósa að vera í flatbotna skóm, svo kærastinn fái ekki minnimáttarkennd.

SHARE