Er Katie Holmes og Jamie Foxx að deita?

Getur það verið að Katie og Jamie séu að slá sér saman? Ef svo er, þá er þetta fyrsta samband hennar síðan hún skildi við Tom Cruise. Sagt er að hún hafi sést fara frá hóteli Jamie í Soho hverfinu í NY nú fyrir stuttu og hefur starfsmaður hótelsins staðfest að þau hafi eytt nóttinni saman þar. Jamie segir þetta vera kjaftasögur og þau séu bara góðir vinir. Við fengum fregnir af þeim í heitum dansi á góðgerðarsamkomu í ágúst, þá reyndi Jamie eins og rjúpa við staur við Katie en ekkert gekk og hún vildi ekki líta við honum. En nú virðist þetta vera gagnkvæm hrifning hjá þeim samkvæmt slúðurblöðum þar vestra. Jamie Foxx sagði við Entertainment Tonight’s Nancy O’Dell að þetta væri allt slúður og að hann og Tom Cruise væru bestu vinir. En kannski er smá Simon Cowell syndróm í honum!!! Við bíðum spenntar eftir frekari fréttum.

SHARE