Er Keeping up with the Kardashians að hætta?

Svo virðist sem raunveruleikaþættirnir Keeping up with the Kardashians eða KUWTK séu í þann mund að hætta. Þættirnir hafa haldið miklum vinsældum í 11 þáttaraðir en sú 12. hefur slegið met í litlu áhorfi og þá sérstaklega sumarmánuðirnir.

Sjá einnig: Kylie Jenner rekur Kris Jenner

Kris Jenner er alveg að missa sig úr stressi yfir að KUWTK hafi fengið svo lítið áhorf í sumar og því logandi hrædd um að sjónvarspsstöðin E! muni ekki  endurnýja 100 milljón dollara samning þeirra, en síðast var hann endurnýjaður í febrúar á síðasta ári.

Þrátt fyrir að Kris sé við það að fá taugaáfall eru aðrir meðlimir fjölskyldunnar komnir með alveg nóg af því að taka þátt í raunveruleikaþáttunum og eru allir með nóg á sinni könnu. Rob er að fara af stað með sinn eiginn raunveruleikaþátt með unnustunni Blac, Kim er sívinnandi, Khloe er með sinn eigin þátt, Koktails with Khloe, Kendall ferðast um allan heim við módelstörf sín, Kyle Jenner er komin með stórt veldi af snyrtivörum, fötum og fleira, en Kourtney vill bara eyða tíma sínum með börnunum sínum.

Heimildarmaður innanhúss segir að Kris Jenner muni aldrei deyja ráðalaus, svo hún mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í samninga sem halda þeim hátt á lofti.

Sjá einnig: Kris Jenner- Reyndi hvað hún gat til þess að snúa Bruce

kuwtk

SHARE