Er Kris Jenner (59) að gera hosur sínar grænar fyrir Jared Leto (43) ?

Samkvæmt erlendum slúðurmiðlum hætti Kris Jenner (höfuð Kardashian-fjölskyldunnar) nýlega með kærasta sínum, Corey Gamble. Kris virðist ekki hafa verið lengi að jafna sig á sambandsslitunum, nýjustu fregnir herma nefnilega að nú sé hún að gera hosur sínur grænar fyrir stórleikaranum og kyntákninu Jared Leto. Sem er dálítið yngri en frú Jenner, eða heilum 16 árum.

kris-jenner-corey-gamble

Kris og Corey, hennar fyrrverandi, sem einmitt er 34 ára.

Jared stóð víst ekki á sama um alla athyglina sem hann fékk frá Kris á nýliðinni tískuviku í París. Í einhverju samkvæminu var áreitið frá Jenner orðið slíkt að Leto neyddist til þess að yfirgefa samkvæmið.

Við munum fylgjast spenntar með þróun mála og halda ykkur upplýstum.

Tengdar greinar:

Kris Jenner og nýji kærastinn

Kanye West talar um ástina í lífi sínu, Kim Kardashian í spjallþætti Kris Jenner – Myndband

Sonur Bruce Jenner: Heimilislaus og sefur í bílnum sínum

SHARE