Er Leonardo DiCaprio að hitta 19 ára stúlku?

Leonardo DiCaprio (48) er þekktur fyrir að vera svolítið hrifinn af mun yngri stúlkum og hefur verið að hitta nokkrar sem eru jafnvel 25 árum yngri en hann.

Nú hafa netmiðlar sagt frá því að Leonardo sé að hitta hina 19 ára gömlu fyrirsætu Eden Polani, sem er þá 29 árum yngri en hann. Leo sat við hliðina á Eden á tónlistarviðburði og þá fóru sögurnar af stað. Heimildarmenn Page Six hafa þó sagt að ekkert sé til í þessum sögum og hann hafi einfaldlega bara setið við hliðina á henni ásamt mörgu öðru fólki.

 

Þrátt fyrir að heimildarmaður hafi neitað fyrir þetta segja margir á Twitter að „það sé augljóst að þau séu þarna saman“ og „það sjáist á hvernig þau sitja með lærin saman“.

Eigum við ekki bara að bíða og sjá? Leonardo er orðaður við nýja stúlku oft í viku svo þetta gæti verið úr lausu lofti gripið. Hvað haldið þið?

SHARE