Er Nivea after shave balm besti primerinn?

Ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá er gríðarlegt æði fyrir primerum um þessar mundir. Það á hreinlega ekki að vera hægt að farða sig án þess að bera á sig primer. Fólk veltir því vitanlega fyrir sér hvaða primer sé því bestur og gríðarlega skiptar skoðanir eru á því máli, en ekki grunaði manni að þessi vara myndi skara fram úr þeim öllum!

Sjá einnig: 5 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Farðinn

Nivea after shave balm fyrir viðkvæma húð er að tröllríða markaðnum. Allir aðrir primerar falla í skuggann af þessari undravöru og konur hafa ekki látið herramannslyktina koma í veg fyrir að bera kremið á andlitið á sér í þágu óaðfinnanlegs farða. Annað innihaldsefnið í þessari vöru er glycerin, sem er einmitt frábært til þess að fá farðann til að endast allan daginn.

Það er alveg spurning um að maður fari út í næstu búð og athugi hvort eitthvað sé eftir að þessari undra vöru.

 

IMG_3526

SHARE