Er North West lík móður sinni? – Mynd af Kim úr æsku borin saman við mynd af North

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Kanye West birti mynd af dóttur sinni í spjallþætti Kris Jenner. Kanye talaði um ástæðu þess að hann birti myndina í þættinum en ekki í tímariti. Hann segist ekki hafa viljað græða á því að selja myndir af barinu sínu eins og tíðkast í Hollywood. Kim Kardashian birti myndina einnig á Instagram síðu sinni og fjölmiðlar ytra eru aldeilis hrifnir af litlu stúlkunni. Fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvort hún líkist móður sinni eða föður. Það má deila um það en hér fyrir otan er mynd af Kim sem barni og svo glæný mynd af litlu stúlkunni.

Finnst þér stúlkan líkjast föður sínum eða móður? Hún er með ótrúlega falleg möndlulaga augu, eins og mamma sín,  ótrúlega krúttlegar bollukinnar eins og svo mörg ungbörn, mikið svart hár og bústnar varir eins og í raun báðir foreldrarnir. Er hún ekki bara lík sjálfri sér? Finnst þér hún áberandi lík öðru foreldrinu?

SHARE