Ég rakst á grein á netinu þar sem er verið að hvetja konur til að fara í aðgerð að láta þrengja píkuna sína.  Ég er ennþá að melta þessa grein og get hreinlega ekki komið því fyrir mér af hverju einhver kona heldur að hún þurfi aðgerð til að láta þrengja á sér leggöngin til að vera betri rekkjunautur.

Þessi míta um að konur séu með mis þrönga eða víða píku er svo röng.   Allskonar staðhæfingar um að þær konur sem stundi mikið kynlíf séu með víðari píku en þær sem stunda ekki jafn mikið kynlíf og að þær konur sem eigi mörg börn séu ekki mönnum bjóðandi því þær séu svo víðar.

Fáfræðin er svo mikil að áður en fólk fer að taka ákvörðun eða ætlast til þess að einhver fari í aðgerð til að láta þrengja sig ættu allir að kynna sér hvernig leggöng á konum virka.

Við getum verið miss vel stefndar fyrir kynlíf og það er að mestu leiti það sem stjórnar því hversu “þröngar” við erum. Ef við erum illa stefndar og stressaðar þá virka leggöngin þrengri en ef við erum vel stefndar og spenntar ná leggöngin að slaka betur á og erum við þar að leiðandi “víðari” Svo það getur auðveldlega verið daga munur.

Það er síðan grindarbotninn sem stjórnar því alfarið hversu vel við getum herpt leggöngin. Ef grinda botninn er sterkur getum við herpt betur og lengur. Allar konur ættu að vera duglega að gera grindabotns æfingar. Ekki bara til að njóta kynlífs betur heldur einnig upp á líkamlegt heilbrigði.

Þarna sannar sig að þær konur sem stundi mikið kynlíf séu ekkert víðari en aðrar því í raun er kynlíf ein góð grindabotns æfing. Engin aðgerð getur kennt þér listir í svefnherberginu, æfingin skapar meistarann og langbesta aðferðin er að tala saman um hvað þið fílið og viljið prufa.

Njótið lífsins.

SHARE