Er ráðlagt að missa allt að 20 kíló á 12 vikum fyrir frjósemisaðgerð

Þær konur sem að glíma við ófrjósemi munu þurfa að svelta sig undir stjórn fagfólks í 12 vikur vegna rannsóknar á vegum Art Medica.

Er markmiðið með þessu að kanna hvort grennigarmeðferð gagnist feitum konum sem eru á leið í glasafrjógvun.

Eitt af hverjum sex til sjö pörum glímir við ófrjósemi og fimmti hver Íslendingur við offitu og offita hefur áhrif á ófrjósemi.

„Því er hlutfall of feitra enn hærra í hópi ófrjórra og við höfum áhuga á að kanna hvort einhvern veginn sé hægt að hjálpa þessum hópi,“ segir Snorri Einarsson, kvensjúkdómalæknir á Art Medica, með ófrjósemi sem undirsérgrein.

Rannsóknin er hafin í Svíþjóð og Danmörku en fer af stað hér á landi á næstu dögum. Snorri segir meðferðina harða.

„Á tólf vikna tímabili eru konurnar látnar ganga í gegnum það sem er kallað kaloríusnautt mataræði. Þetta er í raun megrunarduft, sem verður til þess að konurnar fara í raun og veru í „stýrt“ svelti. Þær fá öll nauðsynleg næringarefni en fáar kaloríur og grennast því hratt.

Á tólf vikna tímabilinu eiga þessar konur að eiga möguleika á að grennast um tíu til tuttugu kíló og þennan hóp berum við saman við konur sem fara ekki í þessa meðferð heldur gangast bara undir glasafrjóvgunarmeðferðina eins og vaninn er í sínum holdum.“

Yfirleitt er mælt með þyngdartapi yfir lengra tímabil og því liggur beint við að spyrja hvort ekki sé hætta á að líkömum kvennanna sé misboðið.

„Þegar konur sem eiga við ófrjósemi að stríða og glíma sömuleiðis við offitu koma í meðferð hingað á Art Medica, þýðir lítið að segja við þær:  „Grenntu þig og bíddu í tvö ár,“ “segir Snorri.

Þá hafi rannsóknir sýnt að svelti, sem stýrt er af fagmönnum og síðan notað til að koma af stað heilbrigðum matarvenjum, skili svipuðum eða betri árangri en hægfarnari leiðir. „Svo ég er ekki hræddur um að til lengri tíma sé þetta verra en eitthvað annað“.

heilsutorg neðst

SHARE