Er Sex and the city 3 á leiðinni?

Leikkonan Sarah Jessica Parker sagði nýverið í viðtali við Haute Living magazine að þriðja myndin um Sex and the City væri ekki lengur draumórar því umræður væru hafnar. Það er þó ekki alveg komið á hreint hvort að þær umræður fari eitthvað lengra.

Að hennar mati er ennþá einn kafli ósagður og er Sarah ekki ein um það. Samleikkonur hennar þær Kim Cattrall og Kristin Davis eru einnig mjög spenntar fyrir því að gera eina bíómynd í viðbót um fjórmenningarnar þær Carrie, Samönthu, Charlotte og Miröndu.

Svo virðist sem veskið hennar Kim Cattrall sé eitthvað farið að þynnast því í viðtali við ET Canada sagði hún að fjárhagslega væri það frábært að fá að leika í Sex and the city 3. Hún bætti einnig við að það væri þó alfarið í höndum höfundanna að ákveða hvort það væri eitthvað meira til að segja frá.

Við á Hún.is hefðum ekkert á móti því að fá þriðju myndina um þær stöllur.

 

SHARE