Er soja formúla ekki örugg fyrir ungabörn?

Það er ekki spurning að það besta sem nýfætt barn fær er brjóstamjólk. En því miður þá geta ekki allar konur haft barn sitt á brjósti og þá er gripið til þurrmjólkur eða sojaþurrmjólkur. Það er lítið annað í boði.

En oft gerist það að þegar nýfætt barn þarf að drekka þurrmjólk úr pela að þá kemur í ljós mjólkuróþol eða hreinlega ofnæmi fyrir mjólkurvörum.

American Academy and Pediatrics (AAP) mæla þá með að barnið fái sojaformúlu sem á að vera örugg og góð næring fyrir vöxt og þroska barnsins.

Einnig segja AAP “foreldrar sem eru grænmetisætur geta notað sojaþurrmjólk fyrir ungabarn ef það er ekki á brjósti”.

En AAP eru alls ekki að fara með rétt mál. Sojaformúla er eitthvað sem ætti aldrei að gefa ungabörnum. Hún er ekki holl viðbót við brjóstamjólk og hvað þá holl ein og sér ef barn er ekki á brjósti. Sojavörur eru tengdar við skjaldkirtils afbrigðileika og hormóna vandamál, einnig eru ekki næginleg næringar efni í sojamjólk, eins og vítamín og steinefni.

Soja vörur innihalda skaðleg efni sem finnst ekki í móðurmjólkinni og má þar nefna, phytates, phytoestrogen, protease inhibitors, allergenic prótein og málma.

Vísindamenn skýrðu frá því að ungabörn sem fá sojamjólk væru að neyta 28 til 47mg af isoflavones (phytoestrogen). En það er estrógen blanda sem finnst í sojavörum.

Það er áætlað að ungabarn sem að fær eingöngu sojamjólk er að innbyrða estrógen sem samsvarar 5 getnaðarvarnarpillum á dag.

Framleiðendur sojaþurrmjólkur fyrir ungabörn velta um einni billjón á ári. Og kemur ekki á óvart að soja framleiðendur auglýsa grimmt að þeirra formúla fyrir ungabörn sé afar hollur kostur.

Höfundur þessarar greinar er Dr. Brownstein og segir hann: “ Ég er þeirrar skoðunar að soja formúla ætti að vera tekin af markaði”

Heimildir: newsmaxhealth.com 

Íslensk þýðing: Anna Birgis

 

Fleiri frábærar greinar má lesa á heilsutorg.is

heilsutorg

SHARE