Er Stekkjastaur „Sheep Shagger“?

Það getur verið ákveðin áskorun að útskýra íslensku jólasveinana fyrir útlendingum. Það geta eflaust flestir verið sammála um að íslensku jólasveinarnir eru ekki alveg jafn heillandi og rauðklæddi, hvítskeggjaði karlinn sem elskar að gleðja börn.

Inni á heimasíðunni livelifewithaview.com eru mjög ítarlegar lýsingar á ensku, um hvern og einn jólasvein, en athygli hefur vakið að fyrsti jólasveinninn, hann Stekkjastaur, er látinn heita Sheep Shagger.

Ég veit ekki með ykkur en ég held að Sheep Shagger sé kannski ekki alveg bein þýðing á Stekkjastaur. Ekki er myndin svo til að bæta þetta. 🙂

SHARE