Er þetta næsta Bond stúlkan?

Breska ofurmódelið Cara Delevingne er talin vera næsta stúlkan sem mun tæla hinn eina sanna James Bond í væntanlegri Bond mynd. Áætlað er að myndin komi út í nóvember árið 2015 en leikarinn Daniel Craig mun halda áfram að gleðja augu aðdáenda með guðdómlegum líkama sínum í hlutverki James Bond.

Cara Delevingne hefur gefið í skyn að hún sé mjög spennt fyrir því að taka að sér þetta hlutverk en það myndi gera mikið fyrir leikferil hennar. Framleiðendur myndarinnar hafa einnig gefið það út að þeir hafi mikinn áhuga á að fá Cöru til að verða næsta Bond stúlkan enda er þessi unga snót mjög hæfileikarík leikkona og sannkallað ofurmódel þar sem hún landar hverjum módelsamningum á fætur öðrum við stærstu tískurisana.

Cöru má nánast kalla Íslandsvin en hún kom til Íslands um miðjan mars á þessu ári til þess að vinna verkefni en hún hafði orð á því hvað íslenskar konur væru fallegar. Henni leið langt því frá eins og einhverju ofurmódeli í samanburði við allar þessar fallegu stelpur.

cara-delevingne-curly-hair

£££Cara-Delevingne-La-Perla-Sparkling-Jasmine-SS-14

SHARE