Er vont fyrir mann að láta braka í hnúum?

Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvort að það sé gott fyrir mann að láta braka í hnúunum. Það eru allar líkur á því að annaðhvort þú eða einhver sem þú þekkir láti reglulega braka í hnúunum. Er gott fyrir okkur að láta braka í okkur eða er það kannski bara skaðlegt eða veldur það liðagigt eins og sumir vilja meina? John Indalecio, sérfæðingur við sjúkrahús í New York svarar þessari spurningu á Huffpost og eftirfarandi eru góðar upplýsingar um ýmislegt sem þessu tengist.

Fyrir því eru engar haldgóðar sannanir að það geti valdið liðagigt að smella liðum. En ef fólk gerir mikið af þessu getur það haft áhrif á starfshæfni liðanna. Ástæður þess eru:  

Liður heitir þar sem tvö bein mætast. Liðbönd tengja beinin og slíður er um samskeytin. Það er fyllt vökva, liðvökva sem virkar eins og smurning á liðamótin. Þegar þú lætur smella í hnúunum færast beinin í sundur og liðpokinn stækkar. Þrýstingurinn í liðpokanum minnkar og það heyrist smellur sem oft er eins og sé verið að opna gosdós. Þó að þér, sem ert að smella geti þótt þetta skemmtilegt er jafnvíst að öðrum í sama herbergi finnst þetta ekki gaman!

Fólki finnst þægilegt að smella liðunum í höndum af því það teygir á liðamótunum og örvar taugaendana sem þar eru. Getur þetta skaðað? Það er ekki líklegt að þessir smellir skaði brjóskið sem myndi þá leiða til liðagigtar. Hins vegar  geta liðirnir orðið veikbyggðari ef mikið er gert af þessu og handstyrkurinn þá minnkað.

 

 

SHARE