Erfðaefni úr íslenskri eiginkonu fjöldamorðingja fundust á vettvangi

Meintur fjöldamorðingi, Rex Heuermann, var handtekinn fyrir nokkrum vikum og hefur það óneitanlega vakið athygli hjá landanum að eiginkona hans er íslensk. Konan, Ása Ellerup, hefur ekki verið talin neitt viðriðin neitt af morðum Rex, en talið er að hann hafi myrt 11 konur á tímabilinu 1996 til 2011. Fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach, þar sem líkamsleifar fórnarlamba fundust og var alltaf talað um „Long Island Serial Killer“, áður en Rex var handtekinn.

Nú hafa fundist erfðaefni úr eiginkonu Rex, Ásu, á vettvangi morðs og mun það væntanlega hjálpa til við að sakfella hann. Erfðaefnið hefur líkast til komið af Rex en það er eðlilegt að hjón beri erfðaefni hvors annars á sér.

SHARE