Erótískt og slakandi baðsalt

Ég er mjög upptekin af því að dekra sjálfa mig þessa dagana.

Af hverju, jú af því ég er að æfa mig í því að sýna mér sjálfri kærleika.

Eitt af því sem ég geri er að búa mér til góð baðsölt til að skvetta í baðið og svo leggst ég í heitt bað með kertaljós og ljúfa tóna.

Til þess að gera baðsalt er gott að hafa glerkrukku með loki til að blanda í.

 

Slökunarbað:

1 bolli Epsom salt

1/2 bolli Matarsódi

10 dropar af jasmine kjarnaolíu

5 dropar af Geranium kjarnaolíu

Blandið salti og matarsóda saman í krukkuna, látið dropana útí hristið vel saman látið standa í minnst 10 mín og svo í baðið. Passið að vatnið sé ekki of heitt þar sem Epsom saltið hitar vatnið.

Ég nota Young living olíurnar af því mér finnst það öflugustu olíurnar sem ég hef kynnst. Þær eru lífrænar og án kemískra efna.

Ef þig vantar upplýsingar um þær má finna það á fb síðunni minni:

https://www.facebook.com/heilun.heilsulind/

 

Mæli með því að liggja í 20 mín í baðinu og hlusta á ljúfa tóna. Þú kemur dúnmjúk uppúr og alveg sultuslök.

Til gamans má segja frá því að Jasmínolían er þekkt fyrir erótísk áhrif, svo hver veit hvað gerist eftir baðið!

Svo er líka flott að setja þurrkuð rósablöð eða setja í fallega krukku og gefa í gjöf.

Ást út

 

 

SHARE