Ert þú með góð gen?

Í sumar gáfu aðstandendur tískuvöruhússins Addition Elle allt í botn og stóðu fyrir fyrirsætuleit sem þeir kölluðu „I have great genes“ eða „Ég er með góð gen“ . Skilyrðin fyrir þátttöku voru einföld, að vera ánægð m eð eigin líkama.
Viðbrögð keppenda létu ekki á sér standa og sóttu ógrynnin öll af gullfallegum konum um að komast í keppnina.

Það sem þótti heldur óeðlilegt við fyrirsæturnar sem komust áfram í keppninni var að engin af þeim leit út eins og hin hefðbundna fyrirsæta og við þorum að fullyrða að Karl Lagerfeld hefði frekar étið hattinn sinn en að ráða þær enda er hann ötull talsmaður staðalímynda og vill ekki sjá fyrirsætur á borð við þær sem tóku þátt í keppninni.

Fyrirsæturnar eru nefnilega allar í stærðum 14 og upp úr.

Keppnin stendur enn yfir og eru 20 konur eftir. Hægt er að fylgjast með keppninni inn á Facebook.

Við fögnum þessu framtaki og viljum endilega sjá meira af öllum stærðum og gerðum í tískuheiminum.

SHARE