Ert þú með símakvíða?

Hvers vegna eru sumir hræddir við að tala í símann?

Fólk í dag hefur meiri samskipti en það gerði hér áður fyrr en jafnframt mun minni samskipti á sama tíma. Fyrir tíma textaskilaboða og tölvupósta, þurfti fólk annað hvort að hittast eða tala samann í síma. Nú í dag vill fólk frekar eiga samskipti í gegnum skilaboðaskjóður, heldur en að eiga bein samskipti og enn meira hefur borið á því að fólk kvíðir fyrir að taka upp símann og tala í hann.

Sjá einnig: Ert þú að fara illa með þig?

fear-phone-anxiety

Hvers vegna er símakvíði til?

Óöryggi

Þegar þú sérð ekki manneskjuna sem þú ert að tala við, veistu ekki nákvæmlega hvernig þau bregðast við orðum þínum. Fólk verður óöruggt við að tala í símann vegna þess að þó að manneskjan sem hún er að tala við hljómar eins og hún sé sammála þér, en getur alveg eins verið að rúlla augunum yfir því sem þú ert að segja.

Félagslega vandræðaleg

Hræðslan við að vita ekki hvað þú átt að segja er algeng hjá þeim sem eru með símakvíða og þögn í síma er eitt af því hræðilegasta sem þau vita þegar kemur að símtali.

 Einbeitningarskortur

Sumir þurfa að skrifa svör sín í skilaboðum eða horfa á manneskjuna sem þau eru að tala við til þess að geta einbeitt sér að samtalinu. Öll truflun sem er í umhverfinu, geta verið vandamál, vegna þess að það truflar þig í samtalinu í símanum. Hræðslan við að símtalið verði vandræðalegt er hrikaleg.

Sjá einnig:Hvernig lýsir félagslegur kvíði sér?

Að enda símtalið

Sumir sem eru með símakvíða eiga í erfiðleikum með það hvernig þau eiga að enda símtalið. Þú þarft hvort eð er að enda símtalið, en vegna þess að þér finnst það vandræðalegt, enda símtalið klaufalega, sem lætur þig fá enn meiri kvíða.

Stjórnleysi

Með því að skrifa skilaboð eða tölvupóst, hefur þú meiri stjórn á því sem þú ert að segja og ákveður þar með hvernig aðrir sjá þig. Þú getur ákvarðað svörunina, tekið tíma þinn, lesið textann yfir aftur og umorðað það sem þú vilt segja öðruvísi, eða jafnvel ákveðið að svara ekki neitt. Með símtali eru þessir möguleikar ekki í boði.

Hvað geturðu gert við símakvíða?

Mundu að þú ert ekki eina manneskjan sem er með þenna kvilla. Slík kvíðaröskun er mjög algeng og miklar líkur eru á því að manneskjan sem er á hinum enda línunnar er líka með slíkan kvilla. Hugsaðu með þér hvernig þú getur hjálpað hinni manneskjunni í gegnum sitt eigið símtal og það gæti hjálpað þér að gleyma þínum eigin kvíða.

Reyndu að átta þig á því hvers vegna símtal veldur þér kvíða. Stundum hefur rót vandans ekkert að gera með vandamálið sjálft. Til dæmis, gæti verið að þú hafir einhvern tíma fengið höfunun í símanum og ert með kvíða yfir því að það gæti gerst aftur og þess vegna forðast að tala í símann yfir höfuð. Það er mun betra að takast á við rót vandans þvi þá smátt og smát hverfa einkennin.

Taktu lítil skref í einu. Ekki búast við því að óttinn hverfi á braut á einum degi. Lítil skref eru alltaf skref, svo ekki missa móðinn. Notaðu tækifærið á því að hringja í stað þess að skrifa skilaboð einhverns konar og það að það skiptir engu máli þó þú ruglist aðeins í símann. Þegar þú ert ekki taugaóstryk/ur eru minni líkur á því að þér mistakist.

Sjá einnig: 3 atriði sem geta hjálpað þér að losna við kvíða

Breyttu hugarfari þínu, því ef hugsunarhátturinn þinn hefur komið þér á einhvern stað sem þér líkar ekki, skaltu hugsa öðruvísi, því það er mögulegt. Þú þarft að skoða hvernig þú hugsar um að tala í símann, því það er eðlilegur hlutur og reyndu eins og þú getur til að tengja það ekki kvíða þínum. Þú verður hreinlega að horfast í augu við ótta þinn og þó að það taki einhvern tíma, þá er það allt í lagi.

Heimildir: Lifehack

SHARE