Ertu að „feikaða“? – 7 lítt þekktar staðreyndir um uppgerðar fullnægingar

Það hafa örugglega allir karlmenn í sambandi velt því fyrir sér hvort kærastan/eiginkonan sé að gera sér upp fullnægingu. Konur eru einstaklega færar á þessu sviði, á því leikur enginn vafi en þessar staðreyndir munu örugglega koma þér á óvart.

Hér eru 7 lítt þekktar staðreyndir um uppgerðar fullnægingar

1. Þeir sem „feikaða“ mest eru…..

Hugur  þinn hefur örugglega sjálfkrafa hugsað að konur væru mest í því að gera sér upp fullnægingu. Það kemur á óvart að í nýlegri rannsókn kom í ljós að 2/3 af fráskildum karlmönnum gera sér upp fullnægingu. Rannsóknin sýnir að mennirnir eru að gera sér upp fullnæginguna því þeir eru hræddir við nándina. Það, að fá fullnægingu, fyrir framan aðra manneskju sé að gera þá of berskjaldaða. Fyrir þessa menn er þetta varnarþáttur.

2. Fleiri konur eru að „feikaða“ en þú heldur – MIKLU fleiri

Það er vitað að flestar konur hafa gert þetta, a.m.k einu sinni, en það eru nánar tiltekið 80% kvenna sem hafa „feikaða“. Gerð var könnun meðal 70 kvenna á aldrinum 18-48 ára í Englandi og þar kom það fram að 80% kvenna „feikaða“ í u.m.b annað hvert skipti þegar hafðar eru venjulegar samfarir. Þar að auki eru 25% kvenna að ýkja stunur í kynlífinu 90% af tímanum.

 3. Ýktar stunur eru til þess að særa ekki tilfinningar þínar

Við vitum semsé að konur gera þetta… en af hverju gera þær þetta. Sama könnun sýnir að þegar þær finna að makinn er að nálgast fullnægingu þá stynja þær meira til þess að hjálpa til við að ná því að fá fullnægingu.

4. Þeir sem „feikaða“ eru með ótta við nánd

Það eru ekki bara karlmenn sem berjast á móti of mikilli nánd. Í annarri könnun kom í ljós að konur sem gera sér upp fullnægingu eru líka hræddar við nánd. Þær eru ekki bara að gera sér upp fullnægingu heldur eru þær að halda maka sínum í ákveðinni fjarlægð.

5. Konur „feikaða“ til þess að fá skuldbindingu frá maka sínum

Það er dýpri, líffræðilegur hvati á bakvið það að konur gera sér upp fullnægingar og það er að halda maka sínum nær sér og skuldbundinn sér. Í könnun sem var birt í Archives of Sexual Behavior, voru 453 gagnkynhneigðar konur í langtímasamböndum fengnar til að svara. Þar kom í ljós að það er hluti af aðlögun konunnar að „feikaða“ því um leið og kona fær fullnægingu þá fer líkami hennar að „halda í“ sæði til þess að ná að frjógva egg. Hún vill ekki gera það fyrr en sambandið er orðið alveg öruggt og þess vegna má segja að það séu líffræðilegar ástæður fyrir því að konur gera sér upp fullnægingu.

6. Hún gæti verið að halda framhjá

Það að kona sé að gera sér upp fullnægingu getur bent til þess að hún sé að halda framhjá. Það er samt kaldhæðnislegt að í nýrri könnun  kemur fram að konur sem „feikaða“ halda frekar framhjá.

7. Það er ekki alltaf slæmt að „feikaða“

Það, að kona sé að gera sér upp fullnægingu, þarf ekki að þýða að kynlífið sé slæmt. Samkvæmt Erin B. Cooper getur uppgerð fullnæging virkað sem hvati í kynlífinu og veitt kynferðislega fróun. Hann framkvæmdi könnunina á 366 konum á aldrinum 18-32 ára og þegar þær voru spurðar um ástæðuna fyrir því að þær „feikaða“ og í stuttu máli voru margar þeirra að „feikaða“  þangað til þær fá það í alvöru. (Fake it ´till you make it)

Grein þýdd af síðunni Lavinder.org

SHARE