„Ertu ekki örugglega á Pillunni?”

Kynlíf er dásamlegt. Unaðurinn samfara öruggu kynlífi sem báðir aðilar njóta getur verið ólýsanlegur. Getnaðarvarnir ættu að vera sjálfsagðar í hverju heimshorni og allir, ekki bara fullvaxta konur og fúlskeggjaðir karlar, ættu að hafa óhindrað aðgengi að getnaðarvörnum.

Allir ættu að hafa aðgengi að getnaðarvörnum. Ungar stúlkur sem enn hafa ekki sofið hjá en langar að prófa, táningsdrengir sem eru að feta sín fyrstu skref í svefnherberginu og svona mætti lengi telja.

Getnaðarvarnir eru undursamleg uppfinning, dásamlegt hjálparmeðal og ættu að vera aðgengilegar öllum þeim sem eru líkamlega og andlega í stakk búnir til að lifa heilbrigðu kynlífi. Smokka ætti að gefa á hverju götuhorni og pilluna mætti þá selja án lyfseðils.

Mér finnst bara svo vont að nota smokkinn …

Það getur verið pínu flókið að vera kona. Svo það sé ítrekað eina ferðina enn. Fyrst byrja blæðingar, þá vaxa brjóst og loks stendur konan frammi fyrir því að frjóvgun er möguleg. Með öðrum orðum; ef ung kona ætlar ekki að hætta á ótímabæra þungun og fæða í kjölfarið barn … þá er henni öllu hollara að notast við getnaðarvarnir.

… ertu ekki annars á Pillunni?

Sem í fyrsta lagi kostar óþægilegt samtal við foreldra, sem (vonandi) eru skilningsríkir að upplagi, sækja um tíma hjá kvensjúkdómalækni (í framhaldinu af varfærnislegu blaðri um blómin og býflugurnar) – þá tekur við fyrsta „kjallaraskoðunin” í stólnum og í framhaldinu er gefinn út lyfseðill. Sem leystur er út í apóteki, fyrir peninga, sem vaxa ekki á trjám og megi Guð vera þeirri stúlku náðugur sem gleymir að leysa út næsta skammt.

 Ég get líka bara tekið’ann út.  

Oftar en ekki er sú ábyrgð að sinna inntöku getnaðarvarnar lögð á herðar kvenna, meðan staðreyndin er sú að ekki einungis hindrar smokkurinn útbreiðslu kynsjúkdóma, heldur er aðgengi að smokkum mun auðveldara. Hvernig liti dæmið út ef karlmenn þyrftu að feta sömu slóða og konur í þeirri viðleitni sinni til að stuðla að öruggu kynlífi?

Buzz tók á málinu og útkoman er óborganlega fyndin:

SHARE