Ertu skáparómantíkus? – Það er allt í lagi!

Ertu rómantíkus í felum? Þvertekurðu fyrir alla væmni og rómatík meðal fólks, hneykslast á rósrauðum bjarmanum en kemur svo heim og syngur All by myself og grætur í sturtu?

1. Færðu fiðring í magann yfir sætum paramyndum?

Hvort sem þú þekkir viðkomandi par eða þetta er bara fólkið sem fylgdi rammanum, þarftu að bæla ánægjudæsið? Þú myndir aldrei viðurkenna það, en þú ert eflaust skáparómantíkus.

 2. Kíkirðu á brúðkaupssíður?

Ertu kannski með leynispjald á Pinterest með öllum brúðkaupstengdum hugmyndunum sem þig dreymir um? Sleppa dúfum við klukknahljóm og fá Bjarna Ara til að færa ykkur morgunmat í rúmið daginn eftir?

 3. Elskarðu gamlar rómantískar myndir?

Meðal vina ertu eflaust með allar Jason Statham myndirnar á hreinu en á letilegu sunnudagssíðdegi ertu týpan sem smellir Breakfast at Tiffany’s í tækið. Það er allt í lagi, það má alveg. Holly var bara svo misskilin.

 4. Skrifarðu sæt skilaboð?

Með varalit á spegilinn eða á klósettsetuna? Ókei, klósettsetan er kannski fullmikið… en ef þú skilur eftir sæt skilaboð fyrir makann ertu eiginlega ekki mikið í felum með rómatíkina. Þú ert eiginlega bara out and proud, hvað ertu að þykjast vera annað?

 5. Eigið þið ykkar lag?

Hugsarðu um hann þegar það kemur á í útvarpinu? Veit maki þinn að þú setur það á þegar þú saknar hans? Þar komst upp um þig, rómatíkerinn þinn!

6. Færðu fiðrildi í magann?

Þegar maki þinn hringir eða sendir þér sms (eða Snapchat eða einka-Instagram mynd eða Facebook skilaboð eða fax)? Þetta kemur fyrir okkur öll. Ef þú færð ekki fiðrildi eða hófatök í magann ættirðu að athuga hvort þú sért á lífi.

 

Það er allt í lagi að vera rómantíkus – dúllum öll yfir okkur, það er svo ljúft að vera á bleiku skýi!

SHARE