Eru Beyoncé og Rihanna að vinna tónlist í leynum?

Ekki fyrr hefur Beyoncé gefið út endurhljóðblandaða útgáfu af stórsmellinum Flawless með engri annarri en Nicki Minaj, (lesa má um Flawless útgáfuna HÉR) en enn ótrúlegri og verulega freistandi sögusagnir fara af stað og í þetta sinnið eru heimildir áræðanlegar:

Beyoncé og Rihanna huga að samstarfi.

Um er að ræða endurhljóðblöndun á lagi Beyoncé, sem ber nafnið Blow og er vægast sagt erótískt í meðförum drottningarinnar einnar; næsta víst er því að útkoman verði nær guðdómleg ef þær Bey og Riri ljá báðar endurútgáfunni lið.

Frumútgáfu Blow af sjálftitluðu albúmi Beyoncé má heyra hér:

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”U4zcP8CZ9YE”]

Fregnirnar af fyrirhuguðu samstarfi Bey og Riri þykja merkilegar fyrir marga parta, ekki síst vegna þess að illrætnar tungur hafa verið óþreytandi við að spinna sögusagnir um samkeppni þeirra á milli og þá sér í lagi vilja Gróur meina að Riri hafi unnið leynt og ljóst að því illkvittna markmiði að veiða Jay Z úr faðmi Bey undanfarin ár.

Engu að síður hafa söngdívurnar tvær verið duglegar við að reka þær sögusagnir til heimahúsanna og samþykktu þannig myndatöku þar sem þær héldust í hendur á Met Gala kvöldinu í maí sl. sem frægt er orðið eftir að upp úr sauð í lyftunni að samkvæmi loknu.

Ýmis teikn eru á lofti sem þykja renna stoðum undir sennilegt samstarf Riri og Bey, en orðrómurinn fékk byr undir báða vængi þegar verkefnið var skráð á vefsíðu The American Society of Composers, öðru nafni ASCAP:

5f4c5c30-06be-0132-07a6-0eae5eefacd9

Bu3j.N_CUAAp74v.large

Ef grannt er skoðað er ýmislegt athugavert við skráninguna sjálfa, en samkvæmt lögum þar í landi er öllum gert skylt að skrá niður höfundaréttavarin verk á vefsíðu ASCAP um leið og hljóðritun hefur átt sér stað. En skráningin er engu að síður grunsamleg. Hver er í fyrsta lagi Victoria Riddick Nikita? Nafn Rihönnu er einnig stafsett rangt og þess utan hefur engin staðfesting borist frá herbúðum Riri né Bey að um raunverulegt samstarf sé að ræða.

Dularfullt í meira lagi, sér í lagi ef tekið er mið af því að ekki allir hafa aðgang að vefsíðu ASCAP né heldur aðgangsheimildir til að staðfesta slíka skráningu.

Við hér á ritstjórn krossum fingur, enda yrði stórkostlegt að hlýða á afrakstur samstarfs þeirra.

SHARE