Eru endaþarmsmök nauðsynleg?

Já, þetta er eitthvað sem margar stelpur velta fyrir sér, hvort að til að vera fullkomin kærasta þá þurfi þær að leyfa aðgang að heilaga gatinu sem margir segja að sé „exit only.“

Til að byrja með þá skulum við hafa eitt á hreinu að þú þarft aldrei að gera eitt eða neitt í kynlífi ef þér líkar það ekki og ert ekki spennt fyrir. Ég get alveg lofað því að ef þú ert að gera eitthvað í kynlífi sem þig langar ekki að gera að þá verður það ekki gott. Kynlíf snýst um öryggi og að treysta hinum aðilanum. Ef þú ert „neydd“ til að gera eitthvað þá nærðu ekki að slaka á og njóta þess.

Endaþarmsmök er eitthvað sem gríðarlega margir karlmenn virðast vera spenntir fyrir og er það líklega vegna þess að það virðist sem að „allir séu að gera það“ en er það raunin?

Ég held að sannleikurinn sé sá að endaþarmsmök séu eitthvað sem mun minna af fólki hefur prufað og ennþá færri fíla. Það er hinsvegar gott og gilt að prufa þetta og gæti verið mjög skemmtileg viðbót við kynlífið ef þú fílar það.

Það sem þarf að hafa í huga þegar þú ætlar að prufa endaþarmsmök í fyrsta skiptið, er að þetta er ekki eitthvað sem gerist óvart, tippið fer ekki óvart í vitlaust gat. Það þarf að undirbúa þetta og það er alveg líklegt að þetta verði ekkert sérlega notalegt fyrst til að byrja með. Þetta má hinsvegar alls ekki vera vont.

Regla númer 1, 2, og 3 er sleipiefni, sleipiefni og meira sleipiefni. Það er gríðarlega mikilvægt að vera með gott sleipiefni þegar það er verið að stunda endaþarmsmök og ekki spara það.

Annað sem gæti verð gott er að hafa einhverja auka örvun á snípnum. T.d egg, þá nærðu að slaka betur á.

Margar stelpur hafa áhyggjur af  því að það komi eitthvað miður skemmtilegt með út þegar þessu er lokið, en það ætti í raun og veru ekki að vera áhyggjuefni. Ef þið notið smokk og sleipiefni og þú ert að sjálfsögðu ekki í spreng að fara á klósettið þá ættir þú að vera nokkuð örugg með að þetta verði eins snyrtilegt og endaþarmsmök geta verið.

Ég held að allar stelpur sem hafa prufað endaþarmsmök séu sammála því að þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast, fæstar stelpur verða hrifnar eftir fyrsta skiptið og þarf því nokkur skipti til að læra að meta þessa tegund af kynlífi.

Förum varlega og munum eftir sleipiefninu.

SHARE