Eru Justin og Selena að hætta saman aftur?

Justin Bieber (23) og Selena Gomez (25) eru nýfarin að hittast aftur og samkvæmt heimildarmanni Life & Style gæti sambandið farið að enda, enn og aftur.

„Justin og Selena rífast stanslaust. Nánustu vinir þeirra segja að þau séu við það að hætta saman,“ segir þessi heimildarmaður.

Selena hefur alltaf verið mjög afbrýðisöm og á mjög erfitt með að ráða við þetta. Justin fór til að mynda með móður sinni í frí um daginn og hún var ekki sátt við það. „Selena hringdi endalaust í hann og það kom að því að Justin slökkti á símanum.

 

SHARE