Eru ódýru kremin alveg jafn góð og dýru kremin? – Þessi kona gerði tilraun og notaði dýrt krem og ódýrt krem á andlitið – Hér eru niðurstöðurnar

Claire notaði Nívea krem sem kostaði 1 pund á helming andlitsins og á hinn helminginn notaði hún „fínt“ krem, Crème de la Mer sem kostaði 105 pund (sama magn). Hún skrifaði um reynslu sína og birti á dailymail. Lítum á útkomuna!

Claire Cisotti segir frá því að henni hafi þótt gaman að heyra að hin 66 ára gamla leikkona,  Alison Steadman hafi aldrei notað annað en Nívea krem á andlitið á sér. Claire og mamma hennar hafa ekki heldur notað nein dýr krem og mamma hennar hefur aldrei farið á snyrtistofu og lítur enn, 77 ára gömul alveg dásamlega út!

Kate Winslet, 37 ára gömul er ein þeirra sem aldrei notar dýr krem.

En er til í dæminu að krem sem kostar rúmt pund geti keppt við krem sem kostar 105 pund? Claire ákvað að gera tilraun með þessi krem. Í þrjátíu daga bar hún aðra tegundina á helming andlitsins og hina tegundina á hinn helminginn.


Nívea krem var fyrst búið til í Þýskalandi árið 1911 og er frekar einfalt í framleiðslu. Crème de la Mer er hins vegar miklu flóknara. Verkfræðingurinn Dr Max Huber setti það fyrst saman fyrir fimmtíu árum. Hann hafði verið að vinna á tilraunastofunni þegar efni sem hann var að vinna með skvettist framan í hann og hann fékk brunasár.

Leyndardómurinn við kremið er blanda af þangi, vítamínum og steinefnum sem hljóðbylgjum hefur verið hleypt á. Fyrirtækið sem framleiðir kremir fullyrðir að það gjörbreyti yfirbragði húðarinnar, hún verði stinnari, hrukkur minnki að mun og hverfi jafnvel og ellimörk húðarinnar hverfi svo til alveg. Hér er miklu lofað!

 

Claire lét þar tilbæra aðila (The Cosmetic Imaging Studio) athuga húðina áður en hún hóf tilraunina. Samið var um að sömu aðilar myndu skoða hana aftur að lokinni tilrauninni. Beitt var mjög þróaðri tækni til að skoða húðina og meta ástand hennar. Tæknin hefur m.a. verið notuð til að meta áhrif þyngdarleysis í geimferðum á  húðina.

Niðurstaða þessarar skoðunar var að húð hennar væri í góðu ástandi en hún væri frekar þurr.

Hvernig gekk svo tilraunin?

Claire hreinsaði allt andlitið með hreinsimjólk og bar svo sitt hvort kremið á hvorn helming andlitsins. Henni  fannst áferðin þegar hún bar kremin á andlitið svipuð.

 

Henni fannst þó að húðin drykki Nívea kremið betur í sig en Crème de la Mer kremið- en var alls ekki viss.

Í annarri viku fékk hún bólu við nefið þeim megin sem hún hafði borið Crème de la Mer á sig.

Maðurinn hennar stríddi henni með að þetta væri dýrasta bóla sem hún hefði nokkurn tíma fengið. Henni fannst líka mun meira mál að bera fína kremið á sig en Nívea kremið því að það var stíft og hún þurfti að velgja það í höndunum áður en hún gat borið það á andlitið.

 

Enn er í raun engan mun að sjá á helmingunum og Claire fannst það merkilegt því að mikill verðmunur var á efninu sem hún bar á hvorn helming andlitsins.

 

Ljóst var þegar dró að lokum tilraunarinnar að báðar tegundirnar reyndust vel. Fólk talaði um hvað hún liti vel út, hvort hún hefði fengið sér Botox o.s.frv. Það segist hún hins vegar aldrei myndu gera. Og þá var komið að því að hún gerði upp hug sinn hvort kremið hún myndi velja.

 

 

Hvort kremið valdi Claire? 

Hún lét athuga húðina aftur hjá sama aðila  og hafði athugað það á undan tilrauninni. Niðurstaðan var ljós, Nívea kremið skilaði á allan hátt betri árangri en Crème de la Mer. Rakinn í húðinni var meiri og hrukkum hafði í raun fækkað þar sem Nívea kremið var notað.

Henni líkaði vel við báðar tegundirnar en tekur auðvitað tillit til verðmunarins, sem er ærinn.

 

Því er það að þegar Claire fréttir af tilboði á Nívea kremi kaupir hún sér stóra dós!

 

SHARE