Eva Mendes – Glæsileg 6 vikum eftir barnsburð

Leikkonan Eva Mendez (42) eignaðist nýlega aðra dóttur sína Amada Lee með eiginmanni sínum Ryan Gosling (35). Fyrir eiga þau dótturina Esmeralda, sem er 21 mánaða gömul. Eva og Ryan fóru sérlega leynt með meðgönguna og vissi almenningur ekki af því að hún ætti von á barni fyrr en nokkrum dögum fyrir fæðingu Amada. Svipaða sögu var að segja þegar hún var ófrísk af fyrri dótturinni, því þau létu ekki kóng né prest vita að von væri á henni, fyrr en líða fór á seinni hluta meðgöngunnar.

Sjá einnig: Hvað er Eva Mendes að fela?

Þrátt fyrir að aðeis 6 vikur séu frá því að Eva fæddi dóttur sína, leit hún stórglæsilega út, rétt eins og  vanalega, þegar sást til hennar fyrir utan anddyrir byggingar í Hollywood.

Ryan lét hafa eftir sér að honum fyndist konur betri og hæfari en karlmenn. Þær séu óhræddar við að takast á við hlutina og að þær séu mun sterkari. Hann var alinn upp af einstæðri móður og eldri systur og er ánægður með að vera umkringdur konum, því þær gera hann að miklu betri manneskju fyrir vikið.

 

e

ee

eee

eeee

SHARE