Eva Mendes ófrísk eftir Ryan Gosling

Eva Mendes er ófrísk eftir Ryan Gosling og er samkvæmt OK! er hún komin 7 mánuði á leið. Leikkonan er í skýjunum með þetta og segir heimildarmaður OK! að „hún hafi lengi verið tilbúin að verða móðir og hún sé enn meira sátt að vera að eiga barnið með Ryan“.

Parið byrjaði að hittast árið 2011 eftir að þau léku saman í myndinni The Place Beyond the Pines, en hafa nokkrum sinnum hætt saman síðasliðið ár, en nú hefur samband þeirra fengið nýja stefnu þar sem þau eiga von á erfingja.

„Ryan ólst upp án föður svo hann hefur alltaf sagt að þegar hann myndi eignast börn, myndi hann alltaf vera til staðar fyrir þau,“ segir heimildarmaðurinn.

Sagt er að Eva vilji ganga í hjónaband áður en barnið komi í heiminn en Ryan vill ekki gifta sig bara af því að þau séu að eiga barn. 

SHARE