Eyddi 40 milljónum til að líta út eins og Pamela Anderson

Hin breska Carolyn Anderson er einstakur aðdáandi Pamelu Anderson og elskar hana það mikið að hún hefur helgað lífi sínu því að líta út og leika eins og Pamela gerir.

Carolyn sem er þrítug og er frá Liverpool hefur eytt 40 milljónum í átta brjóstastækkanir en fyrsta brjóstastækkunin endaði ekki vel þar sem annar sílíkonpúðinn sprakk þegar hún var í ljósum. Í sex mánuði var hún því bara með einn heilan sílíkonpúða í öðru brjóstinu.

Hún fer reglulega í bótox, strípur, vax á augabrúnunum og lætur sprauta á sig brúnku en Carolyn þarf einnig að nota litaðar linsur til að gera augun á sér brún. Carolyn hefur breytt eftirnafninu sínu í Anderson en öll þessi vinna við að líkjast Pamelu sjálfri er ekki til einskis því Carolyn fær borgað fyrir að koma fram á viðburðum og leika Pamelu Anderson.

Sú þráhyggja að líta út eins og Pamela fór á flug eftir að pabbi hennar sagði við hana eitt skipti þegar hún var nýkomin úr klippingu að hún bæri sama útlit og Pamela Anderson. Þau sóttu tímarit með Pamelu framan á og varð þá Carolyn sammála föður sínum.

Screen Shot 2015-02-14 at 10.38.02

Screen Shot 2015-02-14 at 10.37.52

Screen Shot 2015-02-14 at 10.37.40

 

Tengdar greinar:

27 manns sem hafa farið of langt í lýtaaðgerðunum

Pamela Anderson missir brjóstin upp úr kjólnum – Myndir

Karlmaður hefur eytt milljónum til þess að líkjast Kim Kardashian

SHARE