Eyeliner línan getur verið vandasöm

Eyeliner er notaður til að dekkja og ramma inn augnumgjörðina. Með eyeliner er hægt að stækka eða minnka augun og ná fram dramatísku og seiðandi útliti. Margar gerðir eru til af eyelinerum. Hægt er að fá sterkar og teiknaðar línur með blautum eyeliner eða náttúrulega og eðlilega línu með dökkum augnskugga. Gott er að nota blautan eyeliner fyrir kvöldförðun. Ef blýantur er notaður til að teikna línu kringum augun, verður að muna að dreifa vel úr línunni og dumpa yfir með augnskugga til að liturinn smitist ekki upp á augnbrúnasvæðið þegar augum er deplað.

 

augu

 

Nokkrar tegundir af eyeliner eru til.

Krem eyeliner.
Þægilegur í notkun þar sem ekki þarf vatn til að blanda hann heldur er liturinn tilbúinn. Nauðsynlegt er að loka krukkunni vel strax eftir notkun, því hann getur þornað fljótt upp og ekki hægt að nota.

Köku eyeliner.
Hér þarf mjóan eyeliner pensil með fínum hárum, best gervihárum.. Setjið vatn í litla skál og bleytið hárin á burstanum og blandið varlega við litinn til að fá þekjandi eyeliner. Betra er að gera margar stuttar strokur en eina langa. Ekki strekkja á augnlokinu, lyftið hökunni og haldið á spegli fyrir framan ykkur til að sjá allt augnsvæðið.

Tússpenna eyliner
Erfiðastur í notkun fyrst til að byrja með og ekki fyrir byrjendur. Vanda vel valið og velja þá tússa sem oddurinn er þéttur og ekki of langur oddur. Gott að byrja á dökkbrúnum þar sem svarti er oftast mjög erfiður.  Byrja fyrir miðju auganu og færa sig með stuttum strokum inn að  augnkrók og síðan út í enda.

augu2

Lagfæra mistök!
Ef við gerum útfyrir eða of langt þá er hægt að taka smá hreinsikrem á handarbakið og taka hreinan augnskuggabursta lítinn og dýfa í hárin og strjúka yfir þau mistök sem gerð voru og byrja svo aftur.

 

SHARE