Facebook bjargaði henni – Setti mynd af sér alblóðugri á heimili sínu – ATH! Ekki fyrir viðkvæma

Susann Stacy frá Kentucky lá í blóði sínu, á eldhúsgólfinu á heimili sínu eftir að eiginmaður hennar hafði gengið í skrokk á henni. Hann hafði komið að henni þar sem hún var að tala í símann við annan mann og réðist þá á hana. Hann barði hana miskunarlaust í höfuðið með skammbyssu og reif símann þeirra úr veggnum, áður en hann yfirgaf heimili þeirra.

Screen Shot 2014-01-03 at 11.01.06 AM

Susann hafði ekki neitt farsímasamband á heimili þeirra og þar sem maður hennar hafði slitið símann úr sambandi gat hún ekki hringt eftir hjálp. Það eina sem hún hafði var þráðlaust net. Hún tók mynd af sér og birti hana á Facebook með orðunum „Help…. Please anyone“.

Screen Shot 2014-01-03 at 11.00.43 AM

Lögreglumaðurinn Sam Mullins sagði þetta í samtali við fjölmiðla:

„Hún var með nokkur stór sár á höfði. Þau litu út fyrir að vera mjög alvarleg en við gátum ekki verið viss því hárið á henni var útum allt og hún var alblóðug.„

Þegar lögreglan kom á vettvang var maður Susann, Donnie Stacy, flúinn en hann fannst ekki langt frá húsinu og var hann handtekinn á staðnum. Byssan fannst svo hjá rólu sonar þeirra.  Screen Shot 2014-01-03 at 11.00.54 AM

 

SHARE