Facebook getur valdið vanlíðan og dregið úr lífshamingju

Veitir Facebook enga lífshamingju – þegar allt kemur til alls?

 

Nýleg rannsókn við háskólann í Michigan leiddi í ljós að svo virðist að mikil notkun Facebook geti dregið úr lífshamingju fólks. Við fyrstu sýn virðist manni að Facbook veiti fólki einmitt félagsskap og sambönd sem allir þurfa vissulega.  En í stað þess að Facebook skapi fólki vellíðan dregur hún úr ánægjunni.

 

Í rannsókninni tóku 82 þátt, allt ungt fólk sem átti snjallsíma og fór mikið inn á  Facebook.  Fylgst var með líðan fólksins með því að rannsakendur sendu þeim skilaboð fimm sinnum á dag í tvær vikur. Spurt var t.d. „Hvernig líður þér núna?, ertu einmana núna? hvað hefurðu verið lengi inni á Facebook frá því við höfðum samband síðast? Og “hvað hefurðu talað mikið beint við fólk (augliti til auglitis) frá því við töluðum saman síðast?“

Rannsakendur fundu greinilegt samband milli aukins tíma á Facebook og aukins leiða. En þeir gátu ekki séð að aukin bein samskipti við fólk dragi úr vellíðan.

Athugun sem gerð var í Þýskalandi fyrr á þessu ári leiddi í ljós að þegar fólk var mikið inni á Facebook varð það óánægðara með líf sitt. Reuters fréttastofan fjallaði um þetta og þar er haft eftir Hönnu Krasnova frá Humbolt háskólanum í Berlín að það hafi komið á óvart hvað margir höfðu neikvæða reynslu af því að fara inn á Facebook. Fólkið sagðist  oft finna til einmanaleika, vonleysis og  reiði þegar það hefur verið „að fletta“ bókinni.

 

 

SHARE