Faðir fangar þroska barna sinna á filmu

Þegar Frans Hofmeester eignaðist dóttur sína ákvað hann að ná augnablikum af þroska hennar á filmu allt frá fæðingu. Frans segist hafa tekið 15 sekúndna stiklur af dóttur sinni vikulega þar til hún varð fjórtán ára.

„Ég byrjaði að kvikmynda dóttur mína Lotte árið 1999 þegar hún var nýfædd og þetta varð fljótlega að vikulegri hefð, oftast á laugardagsmorgnum,“ segir Frans í viðtali við The Guardian.

Hann ákvað að gera einnig slíkt hið sama við litla bróðir hennar Vince þegar hann kom í heiminn.

Frans, og fjölskyldan sem býr í Hollandi, segist ekki hafa getað ímyndað sér að viðtökurnar yrðu jafn miklar og þær síðar urðu en fjallað hefur verið um myndböndin á bæði fréttamiðlinum CNN og í sjónvarpsþættinum Jay Leno.

Á aðeins fjórum mínútum má sjá hvernig dóttirin þroskast og dafnar á fjórtán ára lífsskeiði sínu.

Ómetanleg og dýrmæt myndbönd frá elskandi föður til barna sinna

Dóttirin Lotte

Sonurinn Vince

 

SHARE