Faðir gefur dóttur sína í hjónaband en leggur tengdasyninum línurnar – Myndband

Þessi faðir fer með hjartnæma ræðu þegar hann gefur dóttur sína í hjónaband, ótrúlega fallegt:

Hérna er ræðan, en myndband með henni er hér að neðan:

“Philip, ég ætla að segja þér sögu og eins og allar góðar sögur þá hefst hún á;

Einusinni var faðir, og ef þú ert ekki að átta þig á því hver það er þá er það ég.

Þessi faðir átti yndislegann lítinn dreng og var mjög hamingjusamur.

Einn daginn sagði konan hans honum að þau ættu von á öðru barni, svo ég bað til guðs og sagði; “Faðir, viltu í þetta sinn hafa það stelpu?”

Og það gerði hann.

Ég var sá fyrsti sem hélt henni í örmum mér og ég horfði á hana og hugsaði með mér; “Góði guð, láttu hana líkjast móður sinni”

Og það gerði hann.

Hún var ástrík, gefandi, góð og ljúf.

En þá áttaði ég mig á því að ég var að verða útundann, svo ég bað aftur og sagði; “Guð, láttu hana líkjast mér meira.”

Og það gerði hann.

Hún gat keyrt jeppann og traktórinn. Hún gat staflað böggum og troðið í vörina.

Philip, ertu að átta þig á því hvað þú ert að fá?

En á sama tíma hafði hún sterkar skoðanir, var tilfinningarík og þrjósk.

Svo ég sagði við Guð; “Guð, nú er nóg komið, láttu hana vera meira eins og þú!”

Og það gerði hann.

Hann veitti henni samkennd og þörf til að hjálpa fólki, hún elskar fólk.

Hún helgaði sig hjúkrun, hún komið fólki aftur til lífs frá dauða.

Hún hefur haldið í hönd fólks í andaslitrunum.

Guð veitti henni ferðaþrá og hún hefur ferðast um allann heim.

Dregið kánóa upp ár og legið í botninum á meðan byssukúlur fljúga yfir svo hún geti borið út fagnaðarerindið.

En ennþá vantaði eitthvað í líf hennar, svo ég bað enn til Guðs og sagði; “Guð, gerðu hana hamingjusama.”

Og hún hitti þig.

Sjáðu hvað ljómar af henni, þennan ljóma sá ég ekki fyrr en hún hitti þig og fyrir það er ég þakklátur.

Í dag gef ég frá mér það dýrmætasta sem ég á og áður en ég geri það þá vildi ég að þú vissir hverstu mikla vinnu ég og Guð erum búnir að leggja í það að gera hana tilbúna.

Philip, á þessari stund þegar ég gef þér hönd dóttur minnar er þér vonandi sama þó ég gefi þér eitt ráðið enn;

Ég og Guð erum búnir að leggja svo hart að okkur…. EKKI klúðra því!

 

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”D2bMSjQfxdE”]

 

Þýtt og skrifað af hún.is 16. mars 2013, allur réttur áskilinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here