Faðir Michael Jackson á spítala

Joe Jackson, sem er 87 ára, hefur verið lagður inn á spítala. Ekki hefur komið fram hvað var að plaga hann en þetta var alvarlegt en hann er úr hættu núna. Sonur Joe og bróðir Michael Jackson, Jermaine, segir að pabbi hans sé sterkur og farinn að gera að gamni sínu úr sjúkrarúminu en hann verði á spítalanum þangað til hann verður orðinn nógu frískur til að að fara heim.

Sjá einnig: 17 ára gömul dóttir Michael Jackson sækir fundi hjá AA

Joe hefur ekki verið góður til heilsunnar seinustu ár en í júlí í fyrra fékk hann heilablóðfall og hjartaflökt í kjölfarið á því.

 

SHARE