Fáðu hvítari tennur með túrmerik – uppskrift

Svo virðist sem fjölmargir séu farnir að bursta á sér tennurnar upp úr kókosolíu og matarsóda en talið er að það eyði bakteríum, candida örverum og þar að leiðandi andremmu.

Nú eru nokkrir farnir að ganga skrefinu lengra og bæta þurrkaðri túrmerik-rót við blönduna sem talin er að geri tennurnar hvítari.

Uppskrift

  • 4 matskeiðar af lífrænu túrmerik-kryddi
  • 2 matskeiðar af matarsóda
  • 2,5 matskeiðar af lífrænni kaldpressaðri kókosolíu

Blandaðu öllu vel saman þangað til að þú ert komin með þykkt appelsínugult krem. Skelltu í krukku sem þú geymir í baðherbergisskápnum. Dugar fyrir um það bil 20 skipti.

Tengdar greinar:

Svona gerir þú túrmerik-mjólk

Tíu jurtir sem hafa bólgueyðandi áhrif

Matur sem stuðlar að hormónajafnvægi og fallegri húð

SHARE