Fæddist án augna og nefs – Lætur ekkert stoppa sig!

Cassidy Hooper er 16 ára gömul og langar til að verða útvarpskona þegar hún verður fullorðin. Það sem gerir Cassidy öðruvísi en jaföldrur sínar er að hún fæddist með engin augu og ekkert nef.

Cassidy lætur ekkert stoppa sig og gengur í skóla fyrir blinda og stundar allskyns íþróttir og áður en þetta ár verður á enda mun hún vera komin með nef. Hún segist að sjálfsögðu vera mjög spennt fyrir því að fá nef og geta fundið lykt og andað í gegnum nefið: „Þetta verður alvöru nef eins og allir aðrir eru með,“ segir Cassidy. Hún hefur, síðan hún varð 11 ára, gengist undir margar aðgerðir til þess að græða húð á hana og einnig til að byggja upp andlitið.

Það að fæðast á nefs og augna er einstaklega sjaldgæft en Cassidy er alveg ótrúlega bjartsýn og jákvæð. Hún segir: „Ég þarf ekki að hlutir séu auðveldir, ég þarf bara að þeir séu mögulegir.“

ht_Cassidy_Hooper_sisters_kb_130305_wg

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here