Fæddust bæði í röngum líkama – eru nú par!

Hin 18 ára Katie Hill eyddi fyrstu 15 árum ævi sinnar sem strákurinn Luke. Kærasti Katie, 16 ára  Arin Andrews fæddist í kvenmannslíkama & hét Esmeralda. Esmeralda (nú, Luke) stundaði ballet & vann fegurðarsamkeppnir sem móðir hennar lét hana taka þátt í.

Báðum leið þeim illa í æsku & þau vissu bæði að þau höfðu fæðst í vitlausum líkama. Þeim var báðum strítt í æsku & ýmist kölluð hommar eða lesbíur á grunnskólaárunum.

Katie leið alltaf eins og hún væri stelpa föst í karlmannslíkama meðan Luke leið akkúrat öfugt. Parið hittist þegar þau voru á leið að undirgangast  kynskiptiaðgerð & segja þau að það hafi verið ást við fyrstu sýn.

 

Katie, sem hefur hægt og rólega fengið brjóst með hjálp kvenmanns hormóna sagði “Við erum fullkomin hvort fyrir annað vegna þess að við áttum bæði við sama vandamál að stríða á uppvaxtarárunum, það spáir enginn í því í dag að við höfum fæðst í öðrum líkama, fólk tekur ekki eftir því!”

Arin segir að hann hafi vitað að innst inni væri hann strákur fyrsta skóladaginn. Honum leið illa þegar hann var settur í röð með stelpum, honum fannst hann eiga heima í röðinni með strákunum.

Hann segir ” Þessir týpísku stelpu-hlutir vöktu ekki áhuga minn, ég var kallaður lesbía í grunnskóla en mér leið ekki þannig, mér leið eins og ég væri karlkyns”

Foreldrar þeirra beggja áttu í erfiðleikum með að sætta sig við kynskiptiaðgerðina í fyrstu en standa nú þétt við bakið á þeim.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here