Fæðingasaga – Ég gerði hnébeygjur út um allt

Bergrós Auður Guðnadóttir, fædd á hreiðrinu 1.júní 2010

Um kvöldið hafði ég farið í rólegan göngutúr með Guðna vorum úti í ca 2 klst, komum svo heim og tókum því rólega, fengum okkur smá snarl og fórum að sofa um 11

Ég vaknaði svo kl 1 um nóttina við samdrætti og gat ómögulega sofnað aftur, gat ekki heldur sest upp en ég náði að klifra ofaná Guðna og vekja hann svo hann gæti hjálpað mér að standa upp 🙂
Ég var ekki alveg viss hvort ég væri að fara af stað, var komin 39 vikur og 4 daga, þannig ég rölti niður stigann til mömmu og spurði hana hvort ég væri að fara af stað, hún hálfsofandi sagði mér að fara upp aftur og láta Guðna hjálpa mér að telja á milli og koma svo aftur þegar ég væri reglulegri.

sæt

Ég fór því aftur upp stigann og lét Guðna telja á milli hjá mér þangað til ég var orðin reglulegri 🙂
Klukkan ca 3 hringdi mamma í hreiðrið að sjá hvort það væri laust herbergi og hvort við ættum að koma strax, á meðan labbaði ég um með verki á 5-10 mín fresti og gerði hnébeygjur útum allt (fannst það hjálpa rosalega mikið) hún vakti svo litla bróðir minn og hjálpaði honum í föt

Fór og fann til töskuna mína sem ég hafði gert tilbúna nokkrum vikum áður, passaði að setja tannburstann og tannkremið ofaní hana og hélt svo áfram að labba um og gera hnébeygjur, fór í útiföt og svo löbbuðum við hljóðlega út í bíl.
Hringdi í systir mína og lét hana vita að við værum að koma og myndum skilja litla bróðir eftir hjá henni og værum að fara uppá fæðingardeild

Hríðarnar voru komnar á 3mín fresti þegar við komum uppá hreiðrið klukkan 4, fékk strax herbergi og hélt mér áfram að labba aðeins því það var óþæginlegt að vera alveg kjurr, var komin með 4 í útvíkkun og legháls fullþynntur.

Fékk að fara í baðið um 5 við hríðarverkjunum og fannst það æði, var með mömmu og Guðna hjá mér og var frekar óglatt og búin að æla aðeins, ljósan fór aðeins fram og ég þóttist vera hákarl í vatninu til að lífga aðeins andrúmsloftið 🙂

Kl: 6.15 var ég komin með frekar mikinn þrýsting og rembingsþörf og var komin með 7 í útvíkkun
Kl: 7.15 vildi ég koma uppúr, og fara uppí rúmið
Kl: 7.20 byrjaði ég að rembast rólega, á 4fótum í rúminu með mömmu öðru megin og Guðna hinumegin, lyfti mér svo aðeins upp því mér fannst óþægilegt að halla of mikið áfram og í næsta rembing kom slímtappinn og svo vatnið beint á eftir

Kl: 7.39 fæddist litla daman, andar strax og grætur
Gat ekki fengið hana strax því naflastrengurinn var svo stuttur, ljósan lagði hana uppvið mig á meðan Guðni klippti naflastrenginn og svo sneri ég mér við og fékk hana í fangið

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here