Fæðingasaga – ,,Ég hágrét vægast sagt”

20.febrúar 2010 og 21.febrúar 2010 – Ég kíki uppá deild um 22:00 búin að vera með skrítna verki. Ég er sett í mónitor, hitinn er mældur og athugað á blóðþrýstingnum (var búin að vera með háþrýsting). Allt kom fínt úr mónitornum, fínar hreyfingar og flottir samdrættir, hitinn fínn en blóðþrýstingurinn of hár eins og vanalega. Hún ákvað að kíkja á stöðuna niðri, ég var orðin vel hagstæð og komin með 3 í útvíkkun. Hún ákveður samt að senda mig heim með verkjatöflu og hvíla mig bara. Ég tek töfluna uppá deild og fer svo bara heim. Ég er varla búin að stíga fyrsta skrefið í tröppunni þegar þessi svakalegi verkur kom, glæsilegt – ég byrjuð í hríðum og á eftir að labba upp 3 hæðir! Þegar ég loksins náði að koma mér upp, úr fötunum og leggjast uppí rúm þá var ballið byrjað, 1 mín á milli og ég gat varla hugsað. Ég og barnsfaðir minn vissum varla hvað við áttum að gera, ný búin að senda mömmu hans aftur uppá Kjalarnes og foreldrar mínir sofandi (nenntum ekki að fara í óþarfa aftur uppá deild). Eftir góðan klukkutíma af tárum, öskrum og látum skríð ég inn til mömmu og reyni að vekja hana, hágrátandi reyni ég að sannfæra mömmu að nú sé ég að deyja – pabbi vaknar og spyr hvort hann eigi að skutla mér uppeftir og mamma hreytir í hann „Nei tilhvers? Þetta á eftir að verða miklu verra og hún er ekki nærrum því byrjuð!“ .. ég hágrét vægast sagt.
Í samráðum við ljósmóður ákváðum við bara, fyrst mamma mín var svona steinsofandi að hringja í mömmu barnsfaðir míns og fara uppá deild og fá innlögn. Við erum komin 3:15 inná deild, þá gengin 40 vikur + 5 daga. Hún byrjar á að skoða mig, barnið var í höfuðstöðu í grindinni, leghálsinn mjúkur og nánast fullþynntur og komin með 3 í útvíkkun (ennþá) – 1-2 mín á milli hríða. Ég fékk svo piparmyntu í bómul útaf ógleðinni, sem virkaði svona ótrúlega vel! Um 4:45 fæ ég svo loksins langþráða mænudeyfingu, mikið voðalega var ljúft að fá hana, hún byrjaði að virka 10 mín eftir uppsetningu og ég reyni eitthvað að sofna. Henni fannst samt voðalega sniðugt um 5 leyti að sprengja belginn áður en ég myndi sofna, út kom grænbrúnt legvatn og ég var komin með 5 í útvíkkun, vúhú! En ég fékk að sofa frá 5:00 – 06:30, þá þurfti ég svona hryllilega mikið á klósettið – og fékk mér smá ábót á deyfingu í leiðinni. Þeim er ekki að lýtast á hvað hríðarnar hafa dottið niður, svo 06:40 fæ ég dripp í æð. Um 07:42 er mér farið að líða skringilega í rassinum, ég bið um að fá að fara á klósettið, en um leið og ég stend upp birtist móðir mín í dyrunum, svona líka svakalega hress! (nýbúin að skamma mig því hún fann mig ekki í rúminu þegar hún vaknaði) – ég sit í dágóðann tíma á klósettinu eða þangað til um 08:30 þegar við ákváðum að skipta um stofu (pissaði reyndar á mig á leiðinni yfir á næstu stofu). Þarna var ég orðin mjög hress, úthvíld og spjallaði bara. En, klukkan 09:10 var þeim hætt að lítast á blikuna, barnið var farið að taka svakalegar dýfur í hjartslætti og kallað var á deildarlækni, nú var kominn tími til að rembast – það gekk mjög vel, en barnið snéri öfugt og skakkur þannig þær náðu í kiwi-sogklukku og hjálpuðu honum í endann.
Róbert Leó Ívarsson, fæddist 21.febrúar 2010 kl 09:28 – 3185 gr og 52 cm ótrúlega hraustur og fínn!
(Ég hefði ekki munað svona mikið ef það væri ekki fyrir fæðingarskýrsluna góðu)

photo

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here