Fæðingasaga – Mikael Frosti

 

Fæddur 10.10.12
Á mánudags morgni klukkan 7 byrjaði ég að fá smá verki.
Ég hélt að þetta væru bara svona fyrirvaraverkir sem ég væri að fá og hunsaði þá svona mest megni. Ég fór að taka til, skúra, vaska upp og brjóta saman þvott og svona.
Kærastinn minn var ekki alveg sáttur með það að ég væri að þessu öllu saman og bað mig um að taka því aðeins rólega og leggjast útaf í smá stund.
Ég fann hvað verkirnir voru alltaf að verða aðeins kröftugri og verri þannig ég sagði honum frá því að ég væri að fá smá verk að framan verðu og í bakið.
Hann alveg brosti allan hringinn og spurði mig hvort ég héldi að ég væri að fara af stað. Ég hélt nú ekki, það væri 5 dagar í settan dag og það var alltof mikið sem átti eftir að gera áður en litla krílið kæmi heim.
Dagurinn líður og verkirnir eru enn þá þannig að hann hringir í móður sína sem heyrir á mér að mér líður ekki neitt svakalega vel þarna þannig hún segir honum að það sé ráðlegt að hringja upp á fæðingardeild og tala við þær, sem hann gerir.
Ég var búin að ákveða að eiga í keflavík þannig að hann krefst þess að fara þangað bara strax svo hann þyrfti nú ekki að fara að taka á móti barninu sjálfur.
Við förum til keflavíkur og ég er sett í monitor og hún mælir útvíkkunina.
Ég var komin í 1-2 þannig að hún bauð mér að fara aftur ef ég vildi og reyna að hvíla mig. Mamma býr í keflavík þannig að við fórum til hennar og ég reyndi að sofa. Það gekk svolítið brösulega fyrir sig en ég fékk einhverja hvíld. Klukkan hálf 8 förum við aftur upp á deild og ég er með enn þá sterkari verki og hún setur mig í monitor og mælir útvíkkunina sem var ekki meiri en 2-3, ég spyr hvort ég megi ekki fara í bíltúr og svona því ég var ekki að nenna að liggja bara og horfa upp í loftið. Um hádeigi er ég aftur mæld og þá er ég komin í 4. Ég var föst í fjórum og ekkert var að ske, verkirnir voru orðnir óbærilegir tíu um kvöldið og ég grét af sársauka. Um miðnætti gat ég ekki meira og bað kærastann minn um að keyra mig til reykjavíkur svo ég yrði sett af stað og belgurinn sprengdur.
Þegar við komum upp á fæðingardeild á landspítalanum þá var ég strax sett inn á fæðingarstofuna og ég fékk dripp í æð og ljósmóðirin sprengdi belginn hjá mér.
Klukkan hálf 2 var mér boðin mænudeyfing sem ég þáði og eftir að ég fékk hana þá man ég voðalega lítið, tíminn gjörsamlega rann í eitt. Ég var orðin það örmagna og þreytt, fékk verk fyrir hjartað og grét þess á milli sem ég sofnaði. Frá því að ég mætti fyrst upp á fæðingardeild í keflavík þá var ég með 7 ljósmæður og var orðin vel ringluð og mundi ekkert hvað þær hétu.
Um hálf sjö var eitthvað farið að ske og ég var mæld ég var komin með fulla útvíkkun og mátti fara að rembast. Allt í einu fylltist herbergið af fólki, lækni og nemum og ég átti að rembast eins og ég gat.
Læknirinn sem var kona sagði við mig að hún sæi kollinn og hún ákvað að það þyrfti að nota sogklukku, síðan er mér sagt að rembast og hún tosar með og allt í einu losnar klukkan af höfðinu og konu greyið dettur næstum því aftur fyrir sig.
Einum rembing seinna kemur sonur okkar í heiminn klukkan 09:44 á miðvikudags morgni. Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hamingjusöm og ég lá þarna og horfði bara á hann.
Í dag er hann orðinn 3 mánaða.
(Á myndi 1 er hann 3 daga gamall
og seinni myndin er síðan um áramótin alveg að verða 3 mánaða)

Fallegur Mikael þriggja daga gamall.

538496_10151193032531190_1779772464_nMikael Frosti að verða þriggja mánaða

165010_10151193036641190_1537776131_n

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here