Fæðingar saga Elínar Klöru

Meðgangan mín gekk alveg rosalega vel fékk aldrei þessa ógleði og mér leið rosalega vel, ég þyngdist um rétt 8kg og var með netta og fallega kúlu.
Dagurinn sem prinsessan kom í heiminn var miðvikudagur 12 september 2012.
Allur dagurinn var búin að vera fínn ég var búin að fara út að skokka með hundinn og gera þessa dagsdaglegu hluti.
kl 18:30 um kvöldið hendi ég inn óléttumynd á Facebook og skrifa undir hana jæja núna eru 10 dagar í settan dag og ég er orðin frekar óþolinmóð vil fara fá litlu prinsessuna í hendurnar.

IMG_0265

Klukkan 19:00 sest ég við matarborðið og byrja að borða svo allt í einu finn ég svona sting í bakið en hálftíma seinna eða 19:30 kemur mamma að taka tímann á milli hríða og strax er ég komin með rétt um eina mínútu á milli hríða.
Um kl 8 hringir mamma uppá fæðingardeild til að spyrjast fyrir en þær segja nú að það er rosalega mikið að gera og fyrst ég er bara 19 ára með fyrsta barn þá er sennilega ekkert að gerast og hvort ég vilji ekki bara slaka aðeins á og hringja bara aftur ef ég held að eitthvað sé að gerast en ég var með svo harðar hríðir að við mamma ákveðum að fara uppa spítala mömmu leyst ekkert á blikuna lengur.
Ég var komin uppá spítala um 20:15 og var sett inni í skoðunar herbergið en þar tók kona við mér og ætlaði að blóðþrýstings mæla mig en það gekk frekar erfilega þar sem ég gat ekki verið kjurr.
Hálftíma seinna fer ég á klósettið og var þá er byrjað að blæða og þá segir konan sem skoðaði mig að hún ætlar að athuga mig aftur. Næsta sem hún segir er að útvíkkunin sé 10 og ég eigi að leggjast á bekk sem var þarna því hún ætlar að bruna með mig inna fæðingargang þetta var um 20:50.
Fimm rembingum seinna kl 21:08 mætir stelpan 10.5 mörk og 45cm fullkomlega heilbrigð og dásamleg.
Amman klippti naflastrenginn og fékk ég litlu fallegu fullkomlegu dóttir mína sem var algjörlega ,,pörfekt‘‘ í fangið!
setti ég hana á brjóstið og allt gekk eins og í sögu.

Í byrjun meðgöngunnar sagði ég að ég ætla ad ganga 38 vikur fara uppeftir og eiga hana án allra deyfinga og inngripa og það gerði ég eignaðist mitt fyrsta barn 19 ára á 2 tímum frá fyrsta verk
hver segir síðan að hugurinn ber mann ekki hálfa leið hehe!

IMG_0012_2

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here