Fæðutegundir sem innihalda holla fitu

Fitur eru mjög mikilvægar fyrir okkur en því miður á fólk, sem er að reyna að létta sig, það til að fjarlægja of mikið af fitu út úr mataræði sínu og það er heldur ekki hollt fyrir líkama okkar. Hollar fitur eru mjög góðar fyrir okkur af mörgum ástæðum, fyrir liði okkar og heila.

Hér eru fæðutegundir sem innihalda holla fitu:

Sjá einnig: Hvort er meira fitandi, sykur eða fita?

Valhnetur – Þær innihalda sérstakar Omega 3 fitusýrur sem hjálpa þér að forðast hjartasjúkdóma.

8-foods-contain-healthy-fats-1

Ólívur – Þær innihalda einómettaðar fitusýrur og lækka slæmt kólestrólmagn.

8-foods-contain-healthy-fats-2

Sjá einnig: Útlit þessarar fæðu segir hvaða líffæri það læknar

Avakadó – Inniheldur mikið af trefjum, kalíum og c-vítamíni.

8-foods-contain-healthy-fats-3

Canola olía – Er ein af bestu olíunum til að elda upp úr, en hún dregur úr slæmu kólestróli og framkallar meira gott kólestról. Hún hjálpar einnig við að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.

8-foods-contain-healthy-fats-4

Hnetusmjör – Inniheldur einómettaðar fitusýrur sem hjálpa þér að vera södd lengur. Það er einnig prótínríkt.

8-foods-contain-healthy-fats-5

Sjá einnig:Hnetusmjör – Til margra hluta nytsamlegt!

Lax – Hann inniheldur mikið af omega 3 fitusýrum, sem hjálpa þér að minnka bólgur, minnka líkurnar á því að þú fáir húðkrabbamein og hjartasjúkdóma.

8-foods-contain-healthy-fats-6

Hörfræ – Alfa-línólensýrurnar í þeim gerir hjarta þitt heilbrigðara og bætir blóðþrýsting.

8-foods-contain-healthy-fats-7

Möndlur – Þær innihalda mikið af einómettuðum fitusýrum, sem hjálpa við að jafna út kólestrólið.

8-foods-contain-healthy-fats-8

SHARE