Fær nálgunarbann á eltihrelli sinn

Eltihrellir leikkonunnar Sharon Stone er að útskrifast af réttargeðdeild. Hann heitir Phillip Barnes og fékk Sharon nálgunarbann á manninn árið 2011 eftir að hann komst inn á landareign hennar í Hollywood. Hún seldi húsið stuttu seinna. Sharon, sem er þriggja barna móðir, hefur ekki fengið frið frá manninum þó hann hafi verið lokaður inn en hann hefur skrifað henni bréf með reglulegu millibili. Sharon hefur nú fengið nálgunarbann aftur á Phillip en hann verður látinn laus eftir um 4 mánuði.

Sjá einnig: Sharon Stone (57) situr fyrir nakin í Harper’s Baazar

 

Philip þessi sendi Sharon allskonar varning þegar hann var laus árið 2014, en þá sendi hann henni demanta, starfsmannaskjöld hans frá því í CIA og fleira.

 

SHARE