Fáklædd Madonna (56) í fantaformi kynnir vorlínu Versace fyrir 2015

Vikan hefur verið stormasöm í opinberu lífi Madonnu, en ekki fyrr hefur sönggyðjan, sem komin er yfir fimmtugt, birst berbrjósta á glanssíðum Interview en Versace tískuhúsið gefur sýnishorn af vor- og sumarlínu 2015 þar sem Madonna er  í forgrunni, glæstari en nokkru sinni fyrr.

.

screenshot-www.madonnarama.com 2014-12-05 12-44-53

.

Alls munu ljósmyndirnar vera tólf talsins og munu birtast í ítalska sem franska Vogue en Madonna orkar sjálfsörugg og ögrandi á ljósmyndunum en svart hvít serían sýnir einnig greinilega skorinn og þjálfaðan líkama hennar í klæðum Versace sem lítið hylja.

.

MTI2NDM3MjQ5MjUxMjg5NzMx

.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Madonna situr fyrir hjá ítalska hátískuhúsinu, en hún var þannig tvisvar sinnum mynduð fyrir Versace árið 1995 af þeim Steven Meisel og Mario Testino, sem fékk Madonnu aftur í tískuþátt árið 2005 en i bæði skiptin tróndi poppdrottningin á toppi vinsældarlista vestanhafs.

.

en-28245

.

Sjálf segir Madonna:

„Það er alltaf æsandi tilfinning að klæðast Versace frá toppi til táar og upplifa þannig fjögurt ímyndunarafl Donnatellu og þá ástríðu sem hún leggur í hátískuhönnun sína.”

Donnatella segir hins vegar:

„Madonna er ein af fáum raunuverulegum fyrirmyndum Versace. Mér er heiður að því að mega fá vinkonu mína og magnaðan listamann til þess að vera andlit Versace fyrir vorlínuna árið 2015.”

Ef eitthvað, þá endurspeglar Madonna þá óþrjótandi orku sem atorkusamar konur eru knúnar af og það fram á efri ár; eitt er víst ef marka má Madonnu að aldur er enginn fyrirstaða í lífi konunnar nema hún sjálf kjósi að draga sig í hlé.

 

Madonna berar á sér brjóstin í nýju viðtali

Madonna í Versace-myndatöku árið 1995 – Myndir

Orri stígur á pall fyrir tískurisann Versace

SHARE