Falleg fermingarförðun

Nú styttist í fermingarnar og mörgu að huga að. Við í Eliru bjuggum til létta kennslu fyrir stóra daginn.

Það er mikilvægt að hreinsa vel húðina og bera á hana gott rakakrem áður en hafist er handa. Mikilvægt er að velja rakakrem sem hentar húðgerð fermingarbarnsins. Ef húðin er soldið olíukennd þá er gott að nota til dæmis þetta hérna frá Evovle .

Byrjum að setja léttan farða eins og td þennan frá Surratt eða litað dagkrem, þetta frá Dr. Hauschka, það er lífrænt og inniheldur SPF 30. Gott er að bera farðann á með bursta eða svampi til að fá jafna og fallega áferð. Ef það er eitthvað sem þarf að fela er gott að bera smá hyljara á eftir.

Berum ljósan augnskugga yfir allt augnlokið og örlítið dekkri tón fyrir neðan glóbuslínuna til að gefa smá skugga. Setjum svo aðeins ljósa augnskuggann við neðri augnhárin. Augnskuggarnir frá Róen eru sérstaklega hannaðir með það að leiðarljósi að vera mjúkir og góðir í kringum augun og án allra skaðlegra aukaefna.

Brúnn augnblýantur settur alveg upp við augnhárin á efri augnlokin og dreift aðeins úr honum með smáum pensli. Setjum einnig ljósan augnblýant í votlínuna. Við mælum með þessum frá Sweed, einstaklega mjúkir og góðir.

Brúnn maskari settur á augnhárin til að skerpa litinn og smá glært gel í augabrúnirnar til að móta þær. Augabrúnagelið frá Sanzi er án allra ilm- og aukaefna og því einstaklega gott fyrir viðkvæma og/eða unga húð.

Smá sólarpúður, við notuðum Chanel bronzing púðrið en það er vinsælasta förðunarvara þeirra. Það er sett undir kinnbein til að skyggja og krem kinnalitur borin á kinnarnar. Mildur highlighter frá RMS settur ofan á kinnbein og í augnkrókana.

Ljúkum þessu með fallegum gloss í ljósum lit.

Við hjá Eliru bjóðum einnig upp á fermingarfarðanir fyrir stóra daginn og einnig fyrir myndatökuna.

Þið getið bókað ykkar förðun hér.

SHARE